Kvöldmaturinn var ljúffengur og nú ætla ég að segja ykkur leyndarmálið. Í réttinn er haft eftirtalið:
Lúðusneið, svona 300 grömm
Eitt Jonagold epli
Eplaedik
Smjör, svosem 100 grömm
Tómatur, gúrka, ólívuolía, dill steinselja, kartöflur, sjávarsalt
Nauðsynlegt er að hafa hitamæli við höndina
Aðferðin er þessi:
Maður hitar vatn í potti sem rúmar lúðusneiðina. Salta. Vatnið þarf ekki að sjóða, ágætt er að það verði 80 stiga heitt. Út í vatnið setur maður slurk af eplaediki. Flysja eplið, skera kjarnann úr og skipta eplinu í 12 bita. Lúðan er sett í pottinn og eplabitarnir með. Nú þarf að fylgjast með hitanum. Það á ekki að bullsjóða í pottinum en þegar kjarnhiti í fiskinum nær 55°C þá er hann tilbúinn. Lúðusneiðin er borin fram á fati og saxaðri steinselju stráð yfir. Eplabitum raðað í kring. Tómatur og gúrka sneidd þunnt, olíu dreypt með og örlitlu dilli sáldrað á. Brætt smjör og kartöflur haft með.
Þessi matur bragðast betur ef hann er snæddur ásamt góðu fólki eins og í kvöld.
Færðu inn athugasemd