Myndirnar í lífi mínu

Í dag gengum við í Mosfellsdal frá Gljúfrasteini að Helgufossi og til baka. Eftir gönguna skoðuðum við húsið, heimili Halldórs og Auðar Laxness, en ég hafði aldrei komið þar inn fyrir dyr áður. Eitt það merkilegasta fannst mér að sjá þetta málverk eftir Svavar Guðnason.

Á bernskuheimili mínu var alltaf eftirprentun af þessu málverki og mér finnst myndin vera dálítill hluti af barnæsku minni. Ég man eftir sjálfum mér sem barni stara á hana og reyna að sjá kunnuglega hluti út úr formunum. Einhvern tíma ræddum við systkin hvernig myndin ætti að snúa og hvort hún væri kannski á hvolfi hjá okkur. Ég held við höfum komist að þeirri niðurstöðu að hún ætti að snúa eins og hún er þarna.

Þegar myndin blasti allt í einu við mér í dag orkaði hún sterkt á mig. Málverkið er mun stærra en gamla eftirprentunin og litirnir bjartari.



Færðu inn athugasemd

Skúli töframaður

Íbúi alheimsins ættaður úr Kópavogi.

Hitt bloggið mitt: https://skulipals.blogspot.com/

Newsletter