Nei eða já? Af eða á?

Frá síðustu aldamótum fram yfir 2010 var blómaskeið bloggsins. Þá skrifaði ég dagbók á netinu. Svo kom Facebook og allir hinir samfélagsmiðlarnir og fólk eins og ég hætti að blogga. Sá tími kemur ekki aftur. En það var eitthvað skemmtilegt við þetta form sem samfélagsmiðlar nútímans hafa ekki. Það var aðeins hægara, fólk tók sér aðeins lengri tíma í að skrifa og lesa. Það voru ekki þessi alþjóðlegu auðhringir á bak við tölvufyrirtækin sem veittu þjónustuna. Mitt blogg var hýst hjá litlu íslensku sprotafyrirtæki og ef ég lenti í vandræðum gat ég sent skilaboð á tölvukallinn sjálfan sem hafði smíðað kerfið.

Þegar þessi söknuður eftir tíma bloggsins kemur yfir mig velti ég fyrir mér að taka þennan sið upp aftur. Þannig hefur atvikast að nú hef ég tvær bloggsíður, þessa hér hjá WordPress og svo hjá Blogspot sem Google á, https://skulipals.blogspot.com/. Það er óþarfi að hafa tvær bloggsíður þannig að hvora á ég að nota? Þessa eða hina?



Færðu inn athugasemd

Skúli töframaður

Íbúi alheimsins ættaður úr Kópavogi.

Hitt bloggið mitt: https://skulipals.blogspot.com/

Newsletter