3 Ríma
Nýhenda
Mitt er gagurt ljóða lag,
lipur heyri vofna ráður,
en af þessum bræðrum brag
búið hafa skáldin áður
2
Séð hef aldrei óðar spil,
álma bör ei mennta ríkur,
en bræðra veit ég braginn til
á Bókasafni Reykjavíkur
3
Sonur Einars séra Jón
samdi ljóð um gilda hlýra
nær um hröktust flyðru frón
og fjalar héra náðu stýra.
4
Minn kunningi mun þó ei
mærð þá líta geð með spaka
því skal láta fjalars fley
fara lengra og sögu taka.
5
Brotnaði skeiðin Þráins þá
þagnar fyr hjá landi tjáðu
þar sem bræður eynni á
öldu jóinn missa náðu.
6
Drengir slíku ástandi í
umhugsandi hagi snauða
allir tóku angrast því
opinn fyrir sáu dauða.
7
Bjarni frækstur bræðra þar
breiðum eftir þresti húna
syndur eins og selur var
sá það vildi reyna núna.
8
Tvisvar lagði landi frá
lundur hvarma freyju regna
tókst þó nítum – – ná
neglu gota stormsins vegna.
[svona í handritinu, það er eins og vísan sé ekki fullort því í þriðju línu vantar eitt orð]
9
Ægis líka börnin blá
blárri froðu tóku spúa,
aftur nam að eynni þá
ósa ljósa börin snúa.
10
Hósta náði kári knár
kólgan líka vaknar bláa,
Bjarni gjörði furðu frár
frægan reyna sundið knáa.
11
Ætlaði varla nú að ná
njótur spjóta fríðu landi,
samt vann kvinnu Sigtýrs á
svamla þó að aukist vandi.
12
Skipið rak um rostungs dý,
rýrðist gleði stundir margar
eftir horfa hlýrar því
höfðu ekkert til lífs bjargar.
13
Drykkur, fæða, fatnaður
fyrða var í gammnum ranga
sem að hröktu haföldur
hauðri frá um lýsu tanga.
14
Ráðalausir reika þá
rétt frá sævar máli víða,
eitt úrræði samt þeir sjá
sem er best í nauðum stríða.
15
Falla á hné til foldar þar,
fögur var sú happa iðja,
milda drottin miskunnar
mjög af heitu hjarta biðja.
16
Tár fellandi trega með
titrar hold en sálin skýra
heitt Guðs líknar leita réð
lukkast mun það ráðið dýra.
17
Hnatta báðu hæstan smið
hjálp sér veita í raunum tjáðu
sem að öllum aumum lið
ýtum veitir sóma fjáðu.
18
Það ég höldum greini glæst
greindar – varla – máls – um bungur:
hjálp er næst þá neyð er stæst,
numdi ég það spakmál ungur.
19
Ráfa bræður Eyna á
eftir bæn mjög rækilega,
ekkert tala orðið – þá
ullar – mætu – freyju trega.
20
Hann sem forðum hastaði á
hafs bylgjur og kyrrði vindinn
lætur koma lognið þá
laxa eftir breiðu strindin.
21
Á kom vindur útnorðan
ýtar sem að fegnir vildu
svo að Eynni svífa vann
súða jór í veðri mildu.
22
Djúpt þó væri um vartars lá
virðar óttast nú að kynni
stranda skeri einhverju á
öldu fagur þeirra linni.
23
Svo ei næðist naglfari
nadda hugsar sérhver viður,
höfðu með sér handfæri
haft úr skipi og röktu niður.
24
Hnýttu steini endan í
ofnis traða hlynir knáu,
út í knörin kasta því
klókir þetta ráðið sáu.
25
Stafnloki undir steinninn þar
sterkum festist nú á kneri,
að sér drógu mastra-mar
mjaldurs eftir bláu skeri.
26
Varð til lífs nú þetta þeim,
þrauta höfðu stundum tapað,
lofuðu guð sem heilan heim
hefur með almætti skapað.
27
Bræður fagna blíðir þar
bestan lofa guð á hæðum,
síðan bát um borða mar
beiskum reru fjarri mæðum.
28
Beimar feingu blíðveður,
báru egg í hrúgur saman,
líka tóku langvíur
lifandi sem þótti gaman.
29
Fagran drápu fuglinn því
fráan eftir hamra storðum.
Ég Hornbjargi háu í
hlaut þá vinnu stunda forðum.
30
Eg var þá á æsku stig
er mest soddan ferðir kættu,
lofðung hæða leiddi mig
lífsins gegn um stóra hættu.
31
Hlýrar núna Eynni á
atvinnu þá stunda fríða,
fjölda drápu fugla því
fögur sem að hljóðin prýða.
32
Ey vað báru þegnar þar,
það að vita nú er betra,
fjögur hundruð faðmar var
fold á lengd ég sannast letra.
33
Á breidd og hæð var Eyjan enn
ört sextíu faðmar gildir.
Þetta rita merkir menn
mentun af [og] sannleik fyldir.
34
Sú var aldna Óma snót
öll með gjám og hólum stórum.
Fernskonar þar fundu grjót
fleins – er eftir skrifað – þórum.
35
Samt var grastó engin á
Óðins frú sem gerði prýða.
Sjö þar dvöldu dægur þá
djarfir viðir móins hlíða.
36
Höfðu átta hundruð nú
hlýrar deytt af fugli mætum
og ógrynni á Fjölnis frú
fengu af eggjum mjög fágætum.
37
Nokkuð líka af fiski fá
fram um hvalajörðu breiða,
þetta heina úlfvald á
ullar báru drakons heiða.
38
Kolbeinseyju fríðri frá
frónið snæs var horfið græna,
drengir sáu þúfur þá
þrjár af fóstur láði væna.
39
Ísa-þetta-foldar fjöll
fögur voru og hæstu núna.
Bræður svo á brimla völl
búa tóku gylli húna.
40
Kolbeinseyju fóru frá
frægir tóku vindar blása,
yfir grundu þorska þá
þóftu hérinn gjörir rása.
41
Fyllti voðir vindurinn,
vofna þetta gleður meiða,
náði ára Atriðinn
ufsa bláa túnið skeiða.
42
Drengi nam um saltan sjá
súða fagurt ljónið skríða
þar til Siglunesi ná
njótar mætir góins hlíða.
43
Þingmaríu messa var
málma þegar hlynir lenda
sínum fríða súða mar
svella viður frónið kennda.
44
Foreldrarnir fagna þá,
ferðinni eftir stóru spurðu,
þóttust hlýra helju frá
heimta nú og fegnir urðu.
45
Hvanndals bræðra fræga för
fiska yfir salinn víðan
hefur margur bauga bör
borið hér í minni síðan.
46
Lífs um daga lengi þeir
lánið græddu frí við baga,
ekki veit ég um þá meir,
endar þannig rituð saga.
——
47
Hirða bendir branda má
braginn minn ef vill hann hlýða,
rímur loksins ég hef á
enda hnútinn gjört að ríða.
48
Varla fróður Vestra knör
verður hljóður ganginn stillir,
hald til góða hjörfa bör,
heimskan ljóðum þessum spillir.
49
Frá því Kristir fæddist skýr
flest sem græddi manna sárin
liðin, sverða telur týr
tvö og nítján hundruð árin.
50
Hraustur ei á herjans kvon,
heimskur mjög er bendir víra,
Þórður heitir Þórðar son
þulins gnoð sem náði stýra.
51
Rímur þessar skjótt við skil,
skjóma börinni krýni friður,
dýran tanna dragvendil
dreg ég inn í þagnar slíður
Færðu inn athugasemd